ÉG ER KONA - I AM A WOMAN
Sólheimum Grímsnesi 22-25.nóvember

''You must understand that you are a woman. When you write it, you should write it like this: I AM A WOMAN'' Yogi Bhajan

Umsagnir um kvennabúðir
''Konur, jóga, möntrur, slökun, dans, gleði, góður matur og hin dásamlega Engilfríður eða öðru nafni Dev Suroop.
Saman Gaman. Algjörlega til að mæla með.''
Auður Bjarna, jógakennari og dansari
''Takk fyrir mig og dásamlega helgi, ótrúlega magnað að finna hvað við erum sterkar og fallegar allar sem ein, hefði ekki viljað missa af þessari upplifun. Þið snertuð hjartað mitt. Takk aftur.''
Rósa Matt, jógakennari
''Ég á ekkert nema góðar og fallegar minningar frá síðustu kvennabúðum og ætla að reyna að mæta aftur í ár.''
Hallveig, rithöfundur og brúðuleikari
"Ósk mín er sú að við hittumst allar aftur í næstu kvennabúðum. Þetta var alveg dásamleg upplifun. Töfrar. Ég heyri enn enduróminn af röddum allra kvennanna að hvísla að mér upplyftandi kærleiksorðum á meðan ég fór í gegnum "töfragöngin".
Ragnhildur Ragnarsdóttir, grafískur hönnuður